Hæ.

Velkomin á bloggið. Hér mun ég blogga um heimilið, förðun og fleira. Vona að þið eigin góðan dag!

INFINITE SHINE

INFINITE SHINE

Greinarhöfundur fékk naglalökkin að gjöf óháð umfjöllun.

Greinarhöfundur fékk naglalökkin að gjöf óháð umfjöllun.

Fyrir brussu/hrakfalkabálk/klaufa eins og mig þá tók ekki lagann tíma að sannfæra mig um að prófa naglalakk sem á vera einstaklega endinga gott.

Infinite Shine eru naglalökk sem eru skipt niður í þrjú skref fyrir endinga góðann árangur. Skref tvö kemur í mörgum mismunandi litum, liturinn sem ég prófaði heitir Lavendurable og kemur mjög vel úr á ljósi húð.

Setja skal eina umferð af skrefi 1, tvær umferðir af skref 2 (3 umferðir fyrir brussur eins og mig sem rekast í allt) og að lokum eina umferð af skrefi 3. Eftir að þú líkur öllum þrem skrefum skaltu leggjast uppí sófa eða setja einfaldega hendurnar á borðið og bíða eftir að allt er orðið þurrt. Ekki fara út og reyna klöngrast í úlpu eins og ég gerði. Þurfti að lakka aftur nögl litla fingurs aftur. 

Núna eru komnir 4 dagar síðan ég setti lakkið á mig og tók mig til að þrífa alla íbúðina hátt og lágt með tilheyrandi látum og fara í eitt stykki fitnessbox tíma. Þrátt fyrir aþað er lakkið enn heilt á nöglunum mínum sem má teljast afrek! Venjulega er ég strax búin að brjóta uppúr nögl eða fleiri.

Útlitð á nöglunum er eins og ég sé þunnar gel neglur, formúlan er ekki of þykk né hörð og því er ekki að brotna uppúr lakkinu strax eins og gerist oftast á mér. Þarf helst að eignast fleiri liti úr þessari línu, var að skoða í Hagkaup áðan og ég fékk valkvíða. Mæli eindregið með að þið skoðið þessi naglalökk. 

 

JOKER

JOKER

OCEAN VIBES

OCEAN VIBES