Hæ.

Velkomin á bloggið. Hér mun ég blogga um heimilið, förðun og fleira. Vona að þið eigin góðan dag!

@HOME KITCHEN WINDOW

@HOME KITCHEN WINDOW

Þar sem ég drep allar plöntur, annað hvort úr þurrki eða úr of miklu vatni. Fannst mér ekki koma annað til greina en að fá gervi blóm í staðinn fyrir þau ekta. Verð að segja að úrvalið af blómum er ekkert sérstakt og ég þorði ekki að panta af netinu. Dró því mömmu með mér í leit af blómum og viti menn nánast allt fannst í IKEA en ekki hvað. Hafði í huga að gera mjög stórann vönd en já blómin voru ekki í neinu úrvali þannig lagað, ekki þau sem ég var að leita eftir. Bæði blómin og vasinn eru úr IKEA að undanskilnum grænu laufblöðunum sem glitta í þarna á milli, þau eru úr ILVA. Minnir að í heildina hafi vöndurinn + vasinn kostað um 8000kr (gerviblóm eru dýr).

Skulum lýta framhjá steinvölunum útí garði. Sá þessa kertastjaka um daginn (tekið léttilega) í Rúmfatalagerinum undir 2000kr stk. Þar sem íbúðin er enn án gluggatjalda í stofunni/eldhúsinu, fannst mér algjört möst að fylla aðeins uppí með sætu skrauti. Kertin eru einnig úr Rúmfó. Kertastjakana var/er hægt að fá í þrem mismunandi stærðum en þessir á myndinni eru Medium og Large.

ÉNERGIE DE VIE

ÉNERGIE DE VIE

@HOME vol1

@HOME vol1